{http://visir.is/umfjollun,-vidtol-og-einkunnir--grindavik---selfoss-0-4/article/2012120829932}∞{url} Selfyssingar unnu 4-0 sigur í Grindavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn var gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni. Selfyssingar voru þarna að vinna sinn annan sigur í röð og komust fyrir vikið upp úr fallsæti. Jón Daði Böðvarsson og {Jon Andre Royrane}∞{nor} komu Selfossliðinu í 2-0 í fyrri hálfleik og Tómas Leifsson bætti síðan við þriðja markinu í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa fengið sendingu frá Jóni Daða Böðvarssyni. Viðar Örn Kjartansson innsiglaði síðan sigurinn fjórum mínútum fyrir leikslok þegar hann fylgdi á eftir þegar Óskar Pétursson varði víti frá honum.  Selfyssingar unnu ekki leik í deildinni frá 21. maí til 12. ágúst en náðu nú að vinna tvo deildarleiki í röð í fyrsta sinn í sumar. Jón Daði Böðvarsson hefur farið á kostum í þessum tveimur sigurleikjum enda með 3 mörk og 2 stoðsendingar í þeim. Selfossliðið er nú búið að skora tíu mörk í síðustu þremur leikjum sínum eftir að hafa skorað aðeins 13 mörk í fyrstu þrettán umferðunum. Selfyssingar gerðu góða ferð til Grindavíkur í botnslag {16.umferðar}${cmp,num+noun,1-2|16. umferðar} {Pepsí deildar}¥{x|Pepsí-deildar} karla í kvöld og sóttu 3 mikilvæg stig í sannkölluðum 6 stiga leik.  Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og voru það Grindvíkingar sem fengu fyrsta færið þegar Magnús {Björgvinson}${cmp,suff,st-gensg|Björgvinsson} komst nálægt því að skora eftir mistök í vörn Selfyssinga.  Eftir það fengu Grindvíkingar 2-3 ágætis færi en það var Jón Daði {Böðvarson}${cmp,suff,st-gensg|Böðvarsson} sem skoraði fyrsta markið á 20 mínútu eftir hornspyrnu. Við markið virtist eins og allur vindur væri úr Grindvíkingum og eftirleikurinn allt að því auðveldur fyrir Selfyssinga sem bættu við marki á 30 mínútu þegar {Babacar Sarrr}∞{eng} skallaði boltann {innfyrir}${cmp,adv+pp,1-2|inn fyrir} vörn Grindvíkinga fyrir fætur {Jon Andre Röyrane}∞{nor} sem skoraði með góðu skoti í {fjær hornið}¥{x|fjærhornið}.  Grindvíkingar hresstust aðeins eftir þetta og náðu að skapa eitt gott færi þar sem {Tomi Ameobi}∞{eng} komst nærri því að skora en náði ekki til boltans gegn opnu marki.  Í síðari hálfleik mættu Selfyssingar ákveðnir til leiks og strax á 48 mínútu skoraði Tómas {Leifson}${cmp,suff,st-gensg|Leifsson} stórglæsilegt mark með skoti af löngu færi sem small í {slánni}£{x|slána} og inn. Það sem eftir lifði leiks voru Selfyssingar með yfirhöndina og þeir bættu við fjórða markinu undir lokin þegar Viðar Örn {Kjartanson}${cmp,suff,st-gensg|Kjartansson} hafði verið felldur innan teigs og vítaspyrna dæmd. Viðar fór sjálfur á punktinn en lét Óskar verja frá sér, Viðar náði þó frákastinu sjálfur og skoraði.  Sigur Selfyssinga var síst of stór í kvöld og fara þeir inn í {loka kafla}¥{x|lokakafla} mótsins fullir {sjálfstraust}£{x|sjálfstrausts} eftir tvo sigra í röð á meðan Grindvíkingar þurfa að kafa djúpt ofan í sjálfa sig til að finna lausnir á sínum vandamálum fyrir baráttuna sem {framundan}${cmp,adv+adv,1-2|fram undan} er. Jón Daði: Það gekk allt upp sem við lögðum upp með „Þetta var frábær leikur, það gekk allt upp sem við lögðum upp með, það var að halda boltanum innan liðsins og hreyfa sig. Það hreyfðu sig allir alveg þvílíkt vel í þessum leik og ég er bara virkilega ánægður með strákana í dag. Vonandi skilar þetta okkur upp úr fallsæti en þetta er svo langt frá því að vera búið, en framhaldið lítur mjög vel út og vonandi náum við að halda þessu áfram til loka tímabilsins," sagði Jón Daði Böðvarsson, besti maður {vallarsins}${infl|vallarins} í dag. „Ég þarf að stíga upp fyrir liðið núna, ég er ekki búinn að vera nógu sáttur við mig undanfarið í þessum leikjum sem við höfum verið að tapa hérna áður. En ég þarf að stíga upp fyrir liðið og síðan eru hinir að stíga upp fyrir mig þannig að það er miklu meiri samheldni í þessu og þegar liðið er saman í þessu þá eru einstaklingarnir góðir". Logi Ólafsson: Þetta er barátta á milli þriggja liða „Ég er í skýjunum með þetta, það var ekki annað hægt en að nota tækifærið þegar það er logn í Grindavík að sýna {góðann}${con,suff,nn-n|góðan} leik. Að koma hingað og ná 4-0 sigri er meira en maður þorði að vona í upphafi. Við sluppum reyndar fyrir horn í upphafi leiksins þegar þeir fengu einhver 3 ágætis færi og þeir voru klaufar þar og við heppnir. Eftir það fannst mér við ná ágætis tökum á leiknum og héldum því til loka," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss. „Ég held að það sé það sama sem skóp þennan sigur og í síðasta leik á móti Fram að við vorum samstilltir og vorum tilbúnir að berjast í þessar 90 mínútur sem leikurinn er og ég held að það sé að skila sér vel, fyrir utan það að nú eru menn að ná betur saman en áður". „Við erum meðvitaðir um það að þetta er barátta á milli þessara þriggja liða Fram, Grindavíkur og okkar og ég hef lagt þetta upp þannig að við lítum á hvern leik sem við förum í sem úrslitaleik það sem eftir lifir þessa móts. Það virðist henta okkur ágætlega {menn}¥{að menn} eru tilbúnir að hlaupa meira {heldur}¥{0} en mótherjinn og halda boltanum betur innan liðsins". „Það er ekki sjálfgefið að koma hingað og halda markinu hreinu, þeir eru mjög sterkir í föstum leikatriðum, eru hávaxið lið og nota það óspart. Við erum kannski heldur lægri en þeir en við náðum samt að stoppa þetta", sagði Logi ánægður í leiks lok. Óskar Pétursson: 4-0 er náttúrulega alltof stórt tap Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga fékk á sig fjögur mörk í kvöld og útlitið er orðið svart á botni Pepsi-deildarinnar.  „4-0 er náttúrulega alltof stórt tap. Okkur sárvantaði sigur hérna í dag og það að hann hafi ekki komið er alveg sorglegt. Við eigum bara skammir {skilið}£{x|skildar} fyrir þennan {leik.Við}${cmp,noun+pers,1-2|leik. Við} förum inn í þennan leik vitandi það að þetta er svo gott sem {úrslita leikur}¥{x|úrslitaleikur} fyrir okkur í deildinni og það að við höfum ekki bara tapað honum heldur skíttapað honum er eitthvað sem við þurfum að fara að skoða".  „Mér fannst við byrja leikinn {ágætlega}¥{ágætlega,} náum að skapa okkur færi og gerðum það ágætlega í gegnum fyrri hálfleikinn en svo erum við alltof kærulausir varnarlega og erum að fá á okkur mörk sem við hreinlega gefum á silfurfati og það er eitthvað sem ekki má".  „Ég trúi því ekki að menn séu farnir að gefast upp, ég er allavega ekki búinn að gefast upp {þó}¥{þó að} ég sé {drullu fúll}¥{x|drullufúll}, þetta er {ennþá}${cmp,adv+adv,1-2|enn þá} {möguleiki}¥{möguleiki,} ég er ekki hættur fyrr en það er ekki tölfræðilegur möguleiki fyrir okkur að halda okkur uppi. En við ætlum að fara að girða okkur {all heiftarlega}¥{x|allheiftarlega} í brók og ef menn gera það ekki sjálfir þá geri ég það fyrir þá", sagði Óskar hundfúll að leik loknum. Guðjón Þórðarson: Það er {ennþá}${cmp,adv+adv,1-2|enn þá} nóg eftir „Ég er mjög svekktur með útkomuna úr leiknum og ég er líka svekktur með langa stóra kafla í leiknum. Við byrjuðum leikinn af krafti og eftir korter hefðum við hæglega getað verið búnir að {gera}€{x|skora} 2-3 mörk. Ég held að það hefði getað skipt miklu máli. Þegar við fengum á okkur fyrsta markið sá maður að það kom hik á liðið og menn virtust svona aðeins dofna, engu að síður var annað markið mjög slysalegt og þegar við {fenguð}£{x|fengum} það á okkur þá var svona eins og menn misstu loftið," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur. „Ég taldi að það væru aðstæður til þess að komast inn í leikinn og sagði við mína menn í hálfleik að þriðja markið, {hvoru}£{x|hvorum} megin sem það dytti yrði líflína í leiknum. Ef við fengjum það á okkur þá yrði það nánast rothöggið en ef við skoruðum það þá værum við inni í leiknum og þá væri allt fært. En að fá mark á sig í byrjun síðari hálfleiks var nánast rothöggið og eftir það þá sást alveg á liðinu hvernig það var. Það var ekki mikil tiltrú eða sjálfstraust í að bera boltann upp og spila. Sem við gerðum fyrir nokkrum dögum í leik á móti Stjörnunni þar sem enginn bjóst við neinu. En hér í kvöld er nánast úrslitaleikur um það að geta breytt stöðu í deildinni og þá hafa menn ekki djörfung og dug til þess að stíga fast til jarðar og sækja það".  „Það vantaði náttúrulega 3 menn í dag sem voru í banni og það munar um minna fyrir hóp sem er fámennur og svolítið mikið laskaður. Í vikunni voru 7 og 8 menn sem ekki gátu æft vegna meiðsla og það eru menn að koma {inná}${cmp,adv+pp,1-2|inn á} hálfmeiddir og ekki búnir að æfa í langan tíma. Bæði er það erfitt að geta ekki æft og haldið tempóinu gangandi og svo er það erfitt þegar á móti blæs og þá er ekki mikið sjálfstraust og menn hafa ekki þá tiltrú sem til þarf", {dagði}${typo,stem,d-s|sagði} Guðjón um þann þunna hóp sem Grindvíkingar hafa úr að spila.  Aðspurður um hvort menn væri farnir að huga að því að leggja árar í bát svaraði Guðjón: „Nei, nei það er {ennþá}${cmp,adv+adv,1-2|enn þá} nóg eftir og það sem skiptir máli eins og núna er að menn átti sig á því hvað það er sem verður þess valdandi að við pompum svona algjörlega og við þurfum að svara þeirri spurningu sjálfir. Á móti Stjörnunni erum við 2-0 undir sem er mjög erfið staða en þar sýndum við djörfung og dug og komum inn í leikinn. Vissulega munar um þessa þrjá {menn}¥{menn,} ég er ekki að segja það, en það á ekki að muna svona miklu og liðið sem heild þarf að sýna meiri vilja til að vinna betur saman og setja meiri kraft inn í þetta. Selfyssingarnir börðust af krafti, voru mjög viljugir að fara í báðar áttir, sóttu hratt og voru mjög skipulagðir í að koma sér til baka, koma {sér}¥{sér í} varnarstöðurnar. Sem gerði það að verkum að við vorum alltof seinir að bera boltann upp og þessi fáu skipti sem við gerðum það {að}€{x|af} krafti þá áttum við {tækifæri}¥{tækifæri.} {.En}${typo,stem,1-0|En} eftir að það fór að líða á leikinn þá gerðum við það illa og áttum raunverulega aldrei {breik}€{foreign,eng} eftir að við lentum 3-0 undir í leiknum".