{http://www.visir.is/styrivextir-obreyttir/article/2012120829703}∞{url} Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun er meðal annars sú að horfur eru á meiri hagvexti í ár enn {Seðlbankinn}${cmp,suff,st-genpl|Seðlabankinn} spáði í maí, en horfur fyrir árin 2013 og 2014 eru á heildina litið svipaðar. Batinn á vinnumarkaði hefur einnig reynst meiri en spáð var. Stýrivextir eru því núna 6,25 prósent.  „Efnahagsbatinn verður því æ skýrari. Erlend efnahagsframvinda er þó enn tvísýn, m.a. vegna fjármálakreppunnar í Evrópu, sem veldur sem fyrr óvissu um innlendar efnahags- og verðbólguhorfur. Verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafa batnað frá síðasta fundi nefndarinnar þótt ekki sé reiknað með að verðbólgumarkmiðið náist fyrr en undir lok tímabilsins. Hraðari hjöðnun verðbólgu á næstu misserum skýrist að mestu leyti af því að gengi krónunnar hefur hækkað um ríflega 8% gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu frá því að Seðlabankinn gaf síðast út þjóðhags- og verðbólguspá í maí. Um verðbólguhorfur ríkir sem fyrr óvissa og gæti verðbólga hjaðnað hraðar, t.d. ef gengi krónunnar hækkar frekar. Á móti kemur að óvíst er í hve ríkum mæli styrking krónunnar að undanförnu mun viðhaldast á komandi vetri. Einnig gæti tregða verðbólgunnar verið vanmetin, m.a. í ljósi lengri tíma verðbólguvæntinga sem eru enn nokkru hærri en verðbólgumarkmiðið. Laust taumhald peningastefnunnar á undanförnum misserum hefur stutt við efnahagsbatann. Hækkun vaxta í maí og júní og hjöðnun verðbólgu hafa dregið umtalsvert úr slaka peningastefnunnar. Eftir því sem slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum er nauðsynlegt að slaki peningastefnunnar hverfi einnig. Að hve miklu leyti þessi aðlögun á sér stað með hærri nafnvöxtum Seðlabankans fer eftir framvindu verðbólgunnar," segir á vefsíðu Seðlabankans.