{http://www.visir.is/umfjollun-og-vidtol--stjarnan---breidablik-3-1-/article/2012120829797}∞{url} Stjarnan vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 3-1 sigur á Breiðablik í Pepsi deild kvenna. Róðurinn varð þungur þegar þær misstu Önnu Maríu Baldursdóttir af velli eftir 28. mínútur en frábær mörk Hörpu Þorsteinsdóttir {skildi}£{x|skildu} liðin að í dag. Fyrir leikinn var víst að bæði liðin þurftu á sigri að halda í baráttu sinni. Lið Stjörnunnar vissi að með tapi væru möguleikar þeirra á sigri í deildinni nánast úr sögunni eftir sigur {Þór/Ka}£{x|Þórs/KA} á Akureyri. Blikar gátu blandað sér með sigri í baráttuna um 2-4 sæti í deildinni en 10 stig eru í næsta lið. Garðbæingar byrjuðu leikinn betur og náðu forskotinu eftir aðeins tíu mínútur. Þar var að verki {Veronica Perez}∞{spa} þegar hún mætti á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ingu Birnu Friðjónsdóttir. Aðeins átján mínútum síðar átti sér stað dýrt atvik fyrir Stjörnuna, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir slapp ein í {gegn um}¥{x|gegnum} vörn Stjörnunnar og Anna María Baldursdóttir felldi hana. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins var ekki í vafa og veifaði rauðu spjaldi framan í Önnu. Ógæfan fyrir Stjörnustúlkur var þó ekki búin, upp úr horninu kom jöfnunarmark Breiðabliks. Fanndís Friðriksdóttir átti fyrirgjöf sem rataði á fjærstöng þar sem Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var mætt til að skora sitt fyrsta mark í {Pepsi deildinni}¥{x|Pepsi-deildinni}. Blikar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru að ná undirtökum þegar næsta mark leiksins kom. Þar var að verki Harpa Þorsteinsdóttir, hún fékk sendingu að vítateigsboganum þar sem hún stýrði boltanum upp í loftið og hamraði boltann {viðstöðulaust}¥{0} í boga yfir Birnu Kristjánsdóttir í marki Breiðabliks. Harpa var svo aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum seinna, þá nýtti hún sér {sofandihátt}${infl|sofandahátt} í vörn Blika, stakk sér inn fyrir varnarmennina og potaði boltanum {framhjá}${cmp,adv+pp,1-2|fram hjá} Birnu. Markið verður að skrifast algerlega á varnarleik gestanna, boltinn skoppaði tilviljanakennt inn í teig þeirra og virtist engin vera of áhugasöm allt þar til Harpa nýtti sér {sofandihátt}${infl|sofandahátt} þeirra. Blikar fundu engin svör við þessum mörkum frá Hörpu og lauk leiknum því með 3-1 sigri Stjörnunnar. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna sem halda spennu í toppbaráttunni en lið Breiðabliks hlýtur að naga sig í {handabökin}¢{cmp,suf,genpl-gensg|handarbökin}. Þær fengu í kvöld möguleika á að saxa á forskot Stjörnunnar og komast yfir Valsliðið en nýttu sér það ekki þrátt fyrir að vera manni fleiri í meira en klukkutíma. Harpa: Vorum ekkert að spila sambabolta frammi „Það má segja að við höfum haldið spennu í baráttunni, við pældum ekkert í hinum leikjunum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst dómarinn vera að stríða okkur aðeins í kvöld, fannst hann gera okkur erfitt fyrir með þessu rauða spjaldi." Heimamenn þurftu að spila með tíu menn í yfir klukkustund vegna brottvísunar á 28. mínútu þegar Önnu Maríu Baldursdóttir var vísað af velli. „Þetta er í annað sinn í sumar sem við fáum svona í andlitið snemma en mér fannst við ráða allan tímann við þetta hér í kvöld." „Við hugsum núna bara um okkar leiki, við ætlum ekki að gefast upp fyrr en ómögulegt er. Þetta verður þó erfitt núna, það er ljóst." Liðsmenn Stjörnunnar komu grimmari inn í leikinn og byrjuðu leikinn betur. „Við lögðum leikinn vel upp, þetta eru alltaf erfiðir leikir og alltaf fjörugir. Tólf spjöld í leiknum í Kópavogi segja sitt en við náðum að halda haus og spila vel, ég er rosalega stolt af frammistöðunni í kvöld. Við vorum ekkert að spila sambabolta frammi manni færri en varnarleikurinn var frábær í kvöld," sagði Harpa. Hans: Kalla eftir meiri ábyrgð hjá leikmönnunum mínum „Þegar lið skorar mark þá fylgja liðin yfirleitt áfram og láta kné fylgja kviði. Sagan okkar í sumar segir {hinsvegar}${cmp,dem+adv,1-2|hins vegar} að við erum yfirleitt að fá á okkur mörk á næstu 5-8 mínútum eftir markið og þetta skrifast bara á einbeitingarleysi sem við verðum að laga fyrir næsta sumar," sagði Hans Sævar Sævarsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Við erum með undirtökin en svo kemur þetta frábæra mark hjá Hörpu, við {byrjuðu}£{x|byrjuðum} seinni hálfleikinn vel og fáum þetta einfaldlega í andlitið. Eftir það mætum við ekki til leiks." Með sigri í kvöld hefðu Blikar geta lyft sér upp fyrir Valsliðið og á sama tíma stimplað sig inn í baráttuna um 2-4. sæti. „Við vorum í kjörstöðu til að komast aftur inn í þennan pakka. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik og erum manni fleiri en við náum að klúðra því." „Ég veit ekki hvernig aðrir leikir fóru en við þurfum einfaldlega að mæta stemmdar í næsta leik. Í síðustu fjórum leikjum höfum við fengið aðeins eitt stig." Þriðja mark Stjörnunnar kom eftir vægast sagt {slakann}¢{con,suff,2-1|slakan} varnarleik hjá Blikum. „Munurinn á okkur og hinum toppliðunum er það að það eru fleiri í hinu liðinu sem vilja vinna leikina og hafa karakterinn í það. Við köllum eftir því að leikmenn okkar sýni meiri karakter og taki betri ábyrgð á því sem gerist inn á vellinum," sagði Hans.