{http://visir.is/med-adrar-aherslur/article/2012709059983}∞{url} "Við erum allar flottar konur og miklar týpur með sterkar skoðanir. Á síðunni verður að finna eitthvað fyrir alla, {þó}¥{þó að} við einbeitum okkur fyrst og fremst að konum, segir Bryndís Gyða Michelsen. Hún, ásamt þeim Kristrúnu Ösp Barkardóttur og Kiddu Svarfdal, stendur fyrir vefsíðunni {hún.is}∞{url} sem verður opnuð þann 14. september. Ný síða þeirra stúlkna kann við fyrstu sýn að virðast svipuð og konusíður eins og {Bleikt.is, Femin.is}∞{url} og {Siggalund.is}∞{url} en Bryndís Gyða segir þær verða með aðrar áherslur á síðunni sinni. Það verða nokkur atriði þarna sem eru allt öðruvísi en á öðrum síðum. Við verðum með blöndu af efni og alls konar konuráð, umfjallanir frá sérfræðingum, viðtöl og pistla, segir hún. Meðal þess sem tekið verður fyrir á síðunni verða mál er varða móðurhlutverkið en bæði Kidda og Kristrún eru mæður. Kristrún er til dæmis nýbökuð móðir og hún ætlar að vera með pistla um alls konar hluti sem tengjast því en það eru margar ungar {mæðurþarna}${cmp,noun+adv,1-2|mæður þarna} úti sem hafa gagn og gaman af þess konar pistlum," segir Bryndís.