{http://visir.is/gunnlaugur--malid-farid-mjog-illa-i-sum-born-min/article/2012120909505}∞{url} "Málið hefur farið mjög illa í konuna mína, móður hennar líka og sum börn mín, þetta hefur farið mjög illa í sum börn mín," sagði Gunnlaugur M. Sigmundsson, sem hefur ásamt konu sinni stefnt Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar hans á bloggsíðu sinni á {dv.is}∞{url}, þegar hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Gunnlaugur fór yfir sögu Kögunar en umfjöllun Teits virðist hafa verið byggð að miklu leyti á grein í Morgunblaðinu frá árinu 1998 um örlög fyrirtækisins. Gunnlaugur sagði þá grein hafa verið ranga en þá var hann sjálfur þingmaður Framsóknarflokksins. Gunnlaugur segir málið hafa farið illa í fjölskyldu sína eins og fram hefur komið en eitt barna hans er Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins. Fleiri vitni eiga eftir að lýsa aðkomum sínum að málinu, auk Teits sjálfs, en meðal þeirra er Jón Baldvin Hannibalsson sem var þá utanríkisráðherra. Gunnlaugur sagði meðal annars í framburði sínum, þegar hann fór yfir sögu Kögunar, að Jón Baldvin {hafi}£{x|hefði} sagt sér á sínum tíma að það væri afar mikilvægt að Kögun félli ekki í hendur fjölskyldnanna fjórtán, "án þess að hann hafi útskýrt það frekar," bætti Gunnlaugur svo við. Nánar verður fjallað um {meiðyrðarmálið}${infl|meiðyrðamálið} síðar í dag. Til baka