{http://visir.is/olafur-thor--morg-mal-a-lokastigum---skattamalum-fjolgad-mikid/article/2012120909489}∞{url} „Það er nokkur fjöldi mála sem er á lokastigi meðferðar hjá okkur, og saksóknarar eru komnir með inn á sitt borð. Við höfum ekki gefið upp nákvæmlega hvað þetta eru mörg mál eða um hvað mál er að ræða, þar sem þau eru enn til meðferðar," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Nú tæpum fjórum árum eftir hrun fjármálakerfisins sér fyrir endann á rannsókn fjölda mála sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. „Það hefur verið töluvert annríki hjá okkur við yfirheyrslur að undanförnu, þar sem mál hafa verið í lokarennsli, eins og við köllum það, áður en endanlegar ákvarðanir um hvort gefnar séu út ákærur eru teknar," segir Ólafur Þór. Málum er varða meint brot gegn skattalöggjöf hefur fjölgað mikið upp á síðkastið en um 30 mál komu inn á borð embættis sérstaks saksóknara við sameiningu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra við embættið. Síðan hefur málum fjölgað um meira en {helmning}${typo,stem,1-0|helming}. „Á innan við ári hefur málum fjölgað upp í ríflega 80, og þar af eru tæplega 40 mál sem eru fullrannsökuð og {annað hvort}¥{x|annaðhvort} komin inn á borð dómstóla eða á leið þangað," segir Ólafur Þór. Einungis tvö mál, sem rekja má til hruns fjármálakerfisins og embætti sérstaks saksóknara hefur ákært vegna, hafa verið til lykta leidd fyrir dómstólum. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, var hinn 17. febrúar á þessu ári dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, en brot hans snéri að því er hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum að verðmæti um 192 milljóna króna á sama tíma og hann bjó yfir innherjaupplýsingum um stöðu bankans. Þá voru Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs sparisjóðs, og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sjóðsins, dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi 7. júní sl. fyrir umboðssvik í hinu svokallaða {Exeter-máli}∞{eng}, þegar ríflega eins milljarðs króna lán var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf Byrs af Jóni Þorsteini, félagi í eigu Ragnars og síðan MP banka. Ákæran beindist einnig að Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, en málatilbúnaði er snéri að honum var vísað aftur til meðferðar í héraði. Allir ákærðu voru áður sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Hæstiréttur snéri dómnum og vísaði meðal annars til þess í dómsorði að sýknudómar í héraði hefðu byggst á rangri túlkun dómara á lögum um umboðssvik.