{http://www.visir.is/eidur-buinn-ad-birta-thusundasta-molann-/article/2012120909363}∞{url} Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra og bloggari, hefur skrifað þúsundasta molann um málfar og miðla á vefsvæði sitt. Í tímamótamolanum sínum lítur hann yfir horfinn veg og veltir fyrir sér hvaða áhrif skrif hans kunna að hafa haft, en í pistlum sínum hefur Eiður oft tugtað til ritstjórnir sem starfa hér á landi.  „Molaskrifari þykist hafa orðið þess var að Molarnir séu lesnir á ritstjórnum og fréttastofum og veit að hann er ekki {allsstaðar}${cmp,dem+adv,1-2|alls staðar} efstur á vinsældalista. Það lætur hann sér í léttu rúmi liggja," segir hann.  Eiður segir að svo virðist vera sem slakað hafi verið á kröfum um móðurmálskunnáttu, vald á tungunni og ritleikni. Við bætist vanþekking á vinnubrögðum og hugtökum í grundvallaratvinnuvegum eins og sjávarútvegi og landbúnaði. Ekki bætir heldur úr skák að landafræðikennslu er víst löngu hætt í skólum.