{http://www.visir.is/samstarfi-asdisar-og-stefans-lokid/article/2012120909369}∞{url} Stefán Jóhannsson er ekki lengur þjálfari spjótkastarans Ásdísar Hjálmsdóttur en þetta kom fram í fréttatilkynningu frá frjálsíþróttadeild Ármanns í morgun. Þar kemur fram að Ásdís, í samráði við forráðamenn {dieldarinnar}${meta,stem,ie-ei|deildarinnar} og Stefán sjálfan, {hafa}£{x|hafi} ákveðið að binda endi á þjálfarasamstarfið sem hefur nú staðið yfir í ellefu ár. Ásdís varð í ellefta sæti í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í London þar sem hún setti einnig nýtt og glæsilegt Íslandsmet. Er hún nú í sextánda sæti heimslistans í sinni grein. „Ég er ákaflega þakklát Stefáni fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Hann hefur fylgt mér eftir vakinn og sofinn og átt mjög stóran þátt í að koma mér á þann stað sem ég er á í dag. Nú er þessu tímabili lokið og komið að því að stíga næstu skref á mínum ferli," er haft eftir Ásdísi í tilkynningunni. Ásdís mun ekki veita fjölmiðlum viðtöl vegna þessa máls.