{http://visir.is/hardir-bardagar-milli-gaddafi-og-uppreisnarmanna/article/2011110619238}∞{url} Harðir bardagar geisa milli herja {Muammars Gaddafis}∞{lib} og uppreisnarmanna sem eru smám saman að reyna að brjóta sér leið meðfram strönd Miðjarðarhafsins í átt að höfuðborginni Trípólí. Stórskotaliði og eldflaugum er óspart beitt í átökunum milli uppreisnarmanna og herja {{Gaddafis}¥{x|Gaddafis}}∞{lib}. Uppreisnarmönnum hefur vaxið fiskur um hrygg síðan þeir áttu sér aðeins athvarf í borginni {Benghasi}∞{lib}. {Benghasi}∞{lib} er {næst stærsta}¥{x|næststærsta} borg landsins og um 1400 kílómetra frá Trípólí. Uppreisnarmenn eru nú aðeins um 200 kílómetra frá höfuðborginni. Því fer þó fjarri að þeir ráði öllu því svæði sem þeir hafa lagt að baki. Velgengni þeirra undanfarnar vikur er eingöngu til komin vegna loftárása NATO á virki og vígtól {Gaddafis}∞{lib}. Uppreisnarmenn eru lítt þjálfaðir og lítt agaðir. NATO á fullt í fangi með að halda aftur af þeim svo þeir æði ekki út í opinn dauðann af minnsta tilefni. Jafnvel í veg fyrir sprengjuflugvélar NATO sem eru að reyna að ryðja brautina fyrir þá. Það virðist enn vera að gerast núna. NATO hefur beðið þá um að hægja sókn sína og bíða eftir að flugvélar bandalagsins ryðji þeim leið. Eins og venjulega vilja þeir ekki bíða heldur æða áfram. Ekki kæmi á óvart þótt það kostaði mannslíf. Uppreisnarmenn hafa ósjaldan verið hraktir {afturábak}${cmp,adv+pp+noun,1-3|aftur á bak} með skottið á milli lappanna. Hugrekki þeirra og baráttuvilji verður {hinsvegar}${cmp,dem+adv,1-2|hins vegar} ekki dreginn í efa.