{http://www.visir.is/andlega-vanheill-islendingur-i-fangelsi-a-spani/article/2012120909402}∞{url} Íslendingur um sextugt, sem á við andlega vanheilsu að stríða, hefur setið í fangelsi á Spáni um tveggja ára skeið. Unnið er að því að koma manninum heim til þess að ljúka afplánun hér á landi.  Maðurinn var handtekinn í ágúst 2010 á flugvellinum í {Malaga}∞{spa} með rúm fimm kíló af hreinu kókaíni falin í tösku sinni. Heimildarmaður fréttastofu sem þekkir til málsins segir að maðurinn stríði við andlega vanheilsu og geti ekkert tjáð sig á erlendum málum.  Saga hans mun vera á þá leið að sumarið 2010 fór hann einsamall í ferðalag til Amsterdam í Hollandi. Þar hitti hann Íslending sem vingaðist við hann og kynnti fyrir vini sínum frá Brasilíu. Að nokkrum dögum liðnum töldu þeir manninn á að koma með sér til Brasilíu sem hann og gerði. Eftir {nokkura}${con,suff,1-2|nokkurra} daga dvöl þar vildi hann komast heim á ný og útveguðu mennirnir honum farseðla og stóra ferðatösku sem var full af nýjum fötum sem þeir sögðust vilja gefa honum. Maðurinn hélt heim á leið og flaug til Portúgal og þaðan til {Malaga}∞{spa} á Spáni þar sem hann var handtekinn þegar tollverðir uppgötvuðu rúm fimm kíló af hreinu kókaíni vandlega falin í töskunni. Langur tími mun hafa liðið uns maðurinn fékk dóm og undi hann sér illa í fangelsinu í {Malaga}∞{spa} þar sem hann átti í litlum sem engum samskiptum við annað fólk, hvorki samfanga sína né aðra. Hann mun hafa verið sakfelldur fyrir nokkru síðan en ekki hafa fengist upplýsingar um lengd dómsins. Fyrir um það bil hálfu ári var maðurinn síðan fluttur úr fangelsinu í {Malaga}∞{spa} og á viðeigandi stofnun í borginni {Sevilla}∞{spa}.  Utanríkisráðuneytið staðfestir að maðurinn hafi verið handtekinn í ágúst 2010 og að konsúll Íslands í borginni hafi aðstoðað manninn en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Heimildir fréttastofu herma að nú sé unnið að því í innanríkisráðuneytinu að fá manninn framseldan hingað til lands en það fékkst þó ekki staðfest í dag.