{http://visir.is/fa-mynddiskana-ekki-afhenta/article/2012120909270}∞{url} Meirihluti {Hæstiréttar}${typo,suff,i-a|Hæstaréttar} staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um að verjendur Annþórs Karlssonar og fleiri sakborninga {fái}£{x|fengju} ekki afhenta mynd- og hljóðdiska með skýrslutökum af sakborningum og vitnum í málinu. Þetta var niðurstaðan þrátt fyrir að Börkur Birgisson, einn sakborninga, hefði fyrir mistök fengið aðgang að diskunum. Hæstiréttur vísaði til þess að mynd- og hljóðdiskar teljist ekki vera skjöl. Í 1. mgr. 37. gr. sakamálalaganna kemur fram að verjandi manns skuli fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans jafnskjótt og unnt er. Samkvæmt dómvenju falla mynd- og hljóðdiskar ekki undir þetta ákvæði, enda ekki um skjöl að ræða, og því fá verjendurnir þá ekki afhenta. Hæstiréttur bendir hins vegar á að innihald diskanna hafi verið skráð í skjöl og verjendur hafi fengið aðgang að þeim. Meirihluti Hæstaréttar tekur fram að engu breyti um þessa niðurstöðu {þó}¥{þó að} einn sakborningur í málinu hafi fengið aðgang að gögnunum fyrir mistök. Þar er átt við Börk Birgisson sem fékk mynddiskana senda á {Litla Hraun}¥{x|Litla-Hraun} í lok júlí eða byrjun september. Jón Steinar Gunnlaugsson skilar sératkvæði í málinu. Hann vill veita verjendunum afrit af diskunum enda leiði dómvenjan sem meirihluti Hæstaréttar byggir á til þess að rannsakendur sakamála geti í raun ákveðið hvort verjendur fái aðgang að skýrslum vitna og sakborninga með því að ákveða hvaða tækni er notuð við skráningu þeirra. Þetta telur hann ekki tryggja réttaröryggi sakaðra manna nægilega vel og vill skýra ákvæðið sem um ræðir rýmra, svo að hljóð- og mynddiskar falli þar undir.