{http://visir.is/magnus-hlynur-radinn-til-stodvar-2-og-visis-/article/2012120909283}∞{url} Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður hefur verið ráðinn til starfa fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Ég er mjög sáttur og sæll að vera kominn á þennan nýja vinnustað eftir að RUV lét mig fara," segir Magnús Hlynur í samtali við Vísi. „Það er gaman til þess að vita að Stöð 2 vilji nýta starfskrafta mína. Ég ætla mér að vera duglegur að senda sunnlenskar {sveitaféttir}${typo,stem,0-1|sveitafréttir} og aðrar fréttir af Suðurlandi," bætir hann við. Og Magnúsi líst vel á vinnustaðinn og móttökurnar sem hann hefur fengið. Hann ætlar að láta strax til sín taka. „Fyrsta fréttin mín mun birtast á Stöð 2 í kvöld sem fjallar um bændur og búalið, en ég segi ekki meir," segir hann. Magnús Hlynur segist ætla að halda áfram að ritstýra Dagskránni, fréttablaði {suðurlands}¢{cap,stem,s-S|Suðurlands} á Selfossi og {dfs.is}∞{url}. „Það mun ekki hafa áhrif á starf mitt fyrir 365," segir hann. „Ég hvet Sunnlendinga til þess að halda áfram að vera duglegir að láta mig vita af skemmtilegum málum sem munu þá vonandi rata í {sjonvarpsfréttir}${vow,stem,a-á|sjónvarpsfréttir} á Stöð 2 eða í fréttir á Bylgjunni og Vísi," segir hann. Starfssamningi RÚV við Magnús Hlyn var sagt upp á dögunum. Þingmenn Suðurlandskjördæmis sameinuðust í yfirlýsingu sem send var út í morgun þar sem uppsögninni var mótmælt og í framhaldi kom yfirlýsing frá bæjarráði Hveragerðis. Nú er ljóst að Sunnlendingar þurfa ekki að örvænta því að fréttir Magnúsar Hlyns munu nú birtast á nýjum vettvangi.