{http://visir.is/sitja-fastir-a-38-tommu-dekkjum/article/2012120919783}∞{url} Tveir bílar frá Björgunarsveitinni á Hellu voru sendir upp að Gæsavötnum á hálendinu um tvö leytið í dag til að sækja hóp erlendra ferðamanna sem sitja þar fastir vegna veðurs. Árni Kristjánsson, hjá björgunarsveitinni, segir ómögulegt að segja til um {hvernær}${typo,stem,1-0|hvenær} björgunarsveitir koma á staðinn. „Það verður líklega ekki fyrr en í kvöld eða nótt," segir hann. Óútreiknanlegt veður gæti einnig sett strik í reikninginn og tafið för björgunarsveitanna nokkuð. Ferðamennirnir ku vera á stórum jeppa með 38 tommu dekkjum. Þeir eru hins vegar orðnir kaldir og {veðraðri}¢{typo,suff,0-1|veðraðir} og gátu ekki hugsað sér að halda áfram einir og óstuddir. Þeir báðu því um aðstoð björgunarsveita.