{http://visir.is/danir-hvetja-kinverja-til-ad-fjarfesta-i-danmorku/article/2012120919840}∞{url} Dönsk stjórnvöld hafa allt aðra afstöðu til kínverskra fjárfestinga en íslensk stjórnvöld. {Helle Thorning Schmidt}∞{dan} forsætisráðherra Danmerkur hvetur kínverska fjárfesta til að koma til Danmerkur og segir að þeir séu meir en velkomnir. Þetta kom fram í samtölum ráðherrans við kínverska fjölmiðla í gærdag en {Helle Thorning}∞{dan} er nú í opinberri heimsókn í Kína. Ráðherrann segir að hann vilji koma þeim skilaboðum til Kínverja að Danmörk sé áhugaverður kostur fyrir þá, hvað fjárfestingar varðar. Samskipti Dana og Kínverja hafa oft {á}€{og} tíðum verið stirð en árið 2008 gerðu þjóðirnar með sér sérstakan samstarfssamning á sviði loftslagsmála, orkumála og menntunar. Síðan þá hafa samskipti landanna verið með ágætum. Í umfjöllun {Politiken}∞{dan} um málið segir að markmið {Helle Thorning}∞{dan} í heimsókninni til Kína sé m.a. að efla {ennfrekar}${cmp,adv+adv,1-2|enn frekar} samstarf þjóðanna og styrkja það.